fimmtudagur, 13. desember 2007

Giljagaur kom annar...

Það var dásamlegt veður í dag en það á víst ekki að standa lengi því von er á lægð frá held ég bara andskotanum sjálfum miðað við veðurfréttirnar svo ætli að maður verði bara ekki að fara að sulta og sjóða niður ef maður á ekki að komast út fyrr en einhverntímann og einhverntímann. Ég fékk skemmtilega heimsókn í gærkvöldi en það var Daniel sonur hennar Gúu vinkonu við spjölluðum saman heillengi eins og gamlar kellingar um heima og geima. Hann er búin að vera vinna hérna í nokkra mánuði en er nú að fara út til familíunnar. Þarna er flottur strákur á ferð með fullan haus af hugmyndum. Vigdís Hind hló svo mikið þegar hún kíkti í skóinn í morgun og ætlaði sko ekki að segja mér hvað hún fékk því henni fannst þetta svo hlægilegt og asnalegt. En hún fékk sundbol og meira að segja jólasundbol (rauðann) Henni fannst þetta bráðfyndið og hvernig gæti giljagaur bara vitað að hana vantaði sundbol og að hún væri að fara að keppa í sundi á morgun... hún bara skildi þetta ekki. Það er lítið í fréttum núna en læt þennan fína sveinka sem frænka mín gerði og gaf mér fylgja með hann er svo mikil dúlla. Bestu kveðjur frá mér til ykkar og ósk um hljóða nótt. INGA

Þennan santa kláus gerði Sigga frænka í Hveró fyrir nokkrum árum og gaf mér, algjör "feitabolludúlla" sko jólasveinninn...:=)

157 ummæli: