miðvikudagur, 24. júní 2009

Yndislegt brúðkaup fallegu frænku minnar...

~~**~~
Já loksins er ég komin heim í heiðardalinn eftir rúmlega 3 vikna útlegð austur á land og endaði svo í brúðkaupi frænku minnar sem var hreint dásamlegt. Það eru náttúrulega engin orð til yfir það hvað hún var falleg og öll umgjörðin..( a.la Me og Sigga fræ) Maðurinn hennar svona líka bráðmyndalegur og gæðalegur í alla staði. Morguninn byrjaði á greiðslu og förðun allra og þá sérstaklega brúðurinn sem átti þennan dag skuldlausann... Hún var í alveg yndislegum kjól og fór henni svo vel að manni vöknaði um augun strax í morgunsárið... Ég vissi það að ég yrði að reyna hemja mig en það er svo skrýtið að ég græt nánast ekki í jarðaförum en í brúðkaupum opnast allar gáttir...hummm undarlegt nokk. En jæja það skemmdi nú ekki fyrir að sú yndislega gay dramadrottning Páll Óskar söng eins og engill og þá brustu flóðgáttirnar fyrir alvöru... dæs. Í veislunni var svo fallegt og gaman, allt einhvernvegin í stíl við allt og meira að segja margir gestir í stíl við hið campagne/ferskjulitaða þema sem í gangi var. Ég segi bara elsku Sandran mín og Oddur megi hamingjan elta ykkur á röndum út í lífið og sleppið aldrei kærleikstakinu á hvoru öðru. sniff sniff.
ykkar INGA.
~~**~~
svo sæt að byrja í greiðslunni...
brúðarvöndurinn bíður eftir að verða fleygt í næstu piparjúnku...:=)
~~**~~
Pallinn svo mikil drolla...:=)








Söng svo falleg ástarljóð til þeirra...





af mikilli innlifun eins og honum er von og vísa...
~~**~~

feðgarnir í líkamsrækt um leið og einhver steig inn fyrir þröskuldinn...:=)


Faðir brúðarinnar vildi ekki sleppa af henni hendinni, og þó veit hann að hann var bara með hana að láni og lánaði hana bara til Odds...:=)



fyrir augliti guðs...

og lofa því að virða og elska hvort annað í blíðu og stríðu...


og krupu saman til að votta það...


Og kossinn fullkomnar allt sem segja var búið við þau..




Hvað skyldi hún vera að hugsa þarna..?? ( nokkur eftirsjá??? hún kom nú svolítið seint!!!.:=)


En þetta gekk allt hnökralaust og sjá hvað hún er hamingjusöm...


og gengu saman út hönd í hönd...



þar voru þau grýtt með hrísgrjónum og blásin sundur og saman með sápukúlum...


Hindin mín svo fín í nýju sparifötunum sínum....



... lét ekki sitt eftir liggja í sápukúlublæstri...
~~**~~



Brúðartertan var ljúfeng og falleg....
~~**~~





Maturinn afar spes og bragðgóður....
~~**~~












Þarna var svo falleg mynd af þeim og svo önnur af ömmu hennar Söndru og henni, en hún lést skömmu fyrir brúðkaupið. Svo skemmtileg hugmynd að hafa þessa mynd með!!...


Skreytingar á borðum og sal voru eftir a. la me og var ég mjög ánægð með útkomuna...
~~**~~
Sjáiði hvað þau eru fallegt par...ég var svo lengi að pæla í á hvern hún Sandra minnti mig og viti menn ég uppgötvaði það í gær... Hún er svo lík leikkonunni Catherin zeta jones...


Og þá var fyrsti dansinn tekin sem hjón...

~~**~~

Ágúst bróðir og hans kærasta voru í veislunni... svo sæt og fín

Og Eiríkur frændi og hans kærasta svo sæt og fín líka í veislunni...


Og Hindin mín svo fín og góð...
~~**~~

mánudagur, 15. júní 2009

síðustu dagar á Seyðis og rest af hinu og þessu...

Halló allir!!!
Þá er nú að síga á seinni hlutann hjá mér hér í firði Seyðanna og held ég heim á leið seinnipartinn á morgun. Ætluninn er að fara norður til Akureyrar og fá gistingu hjá Helgu vinkonu og vona ég að það gangi eftir.Það er búið að vera mikið gaman hér og gott frí. þó hefur verið kallt flesta dag en þegar sólin hefur látið sjá sig hefur verið dýrðlegt. Ég lifi lengi á árgangsmótinu það var hrein og bein snilld og hlakka ég til þess næsta. Ég áætla að vera komi til Reykjavíkur að kvöldi þjóðhátíðardags Íslendinga og ætla að gista hjá ástkærum bróður mínum og konu hans. Hlakka reyndar miklu meira til að hitta Friðrik litla heldur enn þau. Hann er dúlla frá himnaríki hann er svo flottur. Ég lét spá í stjörnurnar fyrir mig um daginn og hlustaði á frábæra konu segja mér hvernig lífið hefur verið og hvernig það mun verða... Það það er hreint ótrúlegt hvað hægt er að lesa út úr himintunglunum og hvernig SVOOO margt passar við mann. Takk fyrir þetta Anna.
Hlakka til að fara í brúðkaupið hjá Söndru minni um næstu helgi ég veit hún verður flottust í heimi hún hefur ekki þurft neinn brúðarkjól hingað til til að vera flottust. Hlakka líka til að hitta móður brúðarinnar sem er uppáhaldsfrænkan mín....Verð að komast í smá spjall til hennar og sterkan kaffibolla..::=)
Í dag ætla ég að fara til Gústu minnar mömmu Gúu vinkonu og knúsa hana og ég ætla að kaupa súkkulaði handa okkur og við ætlum að troða því í okkur eins og engin væri morgundagurinn... hehehe hún sykursjúk og ég í megrun þetta er frábært, en við vorum búnar að ákveða þetta svo að við hljótum að standa við það líka..:) En jæja gott fólk hér fyrir neðan eru restar af myndum frá árgangsmótinu já já maður lætur allt flakka þó séu þær misfagrar en ég bið að heilsa ykkur í bili og læt heyra í mér þegar ég kem til Eyja aftur ... Svo þið verðið að bíða í viku með að hafa einhverja gleði í ykkar lífi....hahaha þarna var ég fyndin.. Bless Ingibjörg ellilífeyrisþegi eða þannig!!!

~~**~~


Föstudagurinn byrjaði vel...
tekið smá forskot á sæluna.....á föstudeginum í frábæru veðri...

Mín að pósa....


Dagga náttlega fengin í kappdrykkju fyrir hönd "66 árgangs...



Atriðið okkar á hófinu... " skorstensfejer"var lang flottast!!!!

................


.................

.....................
Ég að lesa upp ritgerð um uglu... mjög fyndin...e n ég týndi henni..:(

ég og Þórdís Rabba...


bara gaman hjá okkur reyndar eru þetta krakkar úr "65 árgangi þarna með mér....Ég og Böggi minn í voða djúpum samræðum um eitthvað sem ég man ekki....
hehe.... bara flott mynd...

Alltaf ein svona..
ææ undirhaka dauðans...

ég er undir áhrifum þarna sýnist mér...:=)



Ég og Rannveig vinkona á leið heim hönd í hönd alveg á skallanum.... thí hí...