fimmtudagur, 29. maí 2008

Langflottastur!!!!!!!

Ég náttúrulega stóðst ekki freistinguna og verð að sýna ykkur litla dúskinn sem bróðir minn var að eignast....Vváá hvað hann er flottur og sætur og fallegur. Og pæliði í honum hann er bara nokkra klukkustunda gamall á þessum myndum. Verður prófessorslegur nörd eins og pabbi sinn sýnist mér...:=) Hann er algjörlega líkur bara sjálfum sér. Engin virðist sjá neinn svip af einhverjum í báðum fjölskyldum. Það er svo gott að vera bara líkur sjálfum sér.. Hlakka til að sjá þig í kvöld litli mann ég ætla að byrja strax að spilla þér he he... bæ bæ INGA

~~**~~








Er ég langflottastur eða hvað !!!!

þriðjudagur, 27. maí 2008

lokahönd undirbúnings .....

~~**~~

Sælt veri fólkið....
Þessi síðasti dagur á eyjunni í bili fór allur í að leggja lokahönd á ferð okkar mæðgna til Íslands sem er stærsta eyja í VESTMANNAEYJAKLASANUM :)
svo liggur leið okkar til köben eða nánar ... á Kastrup, þar sem við lendum og förum þaðan með lest yfir til Malmö og þaðan upp til Lund og þar býst ég við flokki fólks að taka á móti okkur dauðþreyttum eftir ferðalagið með lúðrablæstri og bleikum blöðrum... Held við lendum kl 21:00 að staðartíma. Og kannski verðum við komnar upp í Lund um 11 leitið... Allavega vona ég að það verði ekki mikið seinna. Man þetta bara ekki það er það langt síðan ég gerði þetta síðast. Hlakka til að hitta nýjasta frænda minn á fasta landinu hann er örugglega langflottastur eins og ættin öll...:=) Heyrumst í nánustu framtíð og farið ykkur ekki á voða þó ég skreppi aðeins frá...Gott og gleðilegt sumarfrí !!! Ykkar INGA.

~~**~~






~~**~~




Síðustu Callasmyndir og bekkjasýning...

~~**~~
Gott kvöld allir saman....
Þá eru það síðustu Callas myndir að sinni. Þetta dásamlega horn af SIA barnavörum er hreint ótrúlegt . Og ef eitthvað fær mann til að langa í eitt lítið enn þá eru það þessar vörur. Guðdómlegar. En sem betur fer þá er ég nú frekar að renna inn í ömmugírin en að nenna að byrja á barnauppeldi aftur... og er ég nú ekki alveg búin enn með uppeldið á þeim sem fyrir eru:) Í þessum töluðu orðum er mágkona mín hún INGA BJÖRK að fæða lítin frænda minn á fæðingadeild landspítalans og ég vonast eftir að heyra fréttir af þeim á allra næstu klukkustundum... Get ekki beðið :) og ég að fara til RVK á fimmtudaginn með fullan poka af gjöfum handa dúsknum litla... Hér fyrir neðan eru nokkrar myndir frá sýningu 3.sj sem Hind er í og þau voru að klára söguramma um Suðurnesinn. Það var svo gaman að horfa á þau svona áhugasöm . Öll með lítið ljóð sem þau höfðu samið og myndir sem þau teiknuðu svo sungu þau fyrir foreldra og að síðustu voru þau búin að blanda drykk og setja snakk í skálar sem áttu að tákna skeljar, fisk og fleira og drykkurinn var blár og grænn sem tákanaði hafið... Virkilega vel gert hjá þeim. Tók reyndar video af Hindinni lesa upp sitt ljóð og sögu en kann ekki að roteita þvi... Er búin að leita út um allt en finn hvergi neitt til að snúa því...Hefði verið gaman að láta það fylgja með. Þið heyrið í mér annað kvöld aftur en svo ætla ég að taka mér smá frí frá blogginu. En aldrei að vita samt hvað mér dettur í hug þegar til Svíþjóðar er komið svo Stay tuned... Luv ya all . INGA
~~**~~


dásamalega rómó og sætt....
Skemmtilega uppsett og maður getur alveg gleymt sér við að skoða....

Allt í stíl fyrir stelpuna og allt í stíl fyrir strákinn....


Vinkonurnar að fá sér smá haf að drekka.....



Sædrykkir og kuðungar í boði.....mmmm...


Ein dugleg að gefa mömmu sinni kaffisopa.......


Þær voru af ýmsum toga verur sjávarins.....


~~**~~

mánudagur, 26. maí 2008

part 3. from the giftshop "Callas"

~~**~~
Þá er það þriðji og næstsíðasti partur ú búðinni minni á horninu.. Langaði eiginlega að skjótast heim í dag og ná í myndavélina það var svo gott veður. Það var svo flott fyrir utan búðina allskonar dótarí... En ég má nú ekki alveg tapa mér í þessu Margrét heldur þá að ég sé ekki með öllu mjalla :=) Annars var góður dagur í dag og gaman í skólanum fórum í langa göngu með krakkana að skoða Sýslumannskór sem er hellir fyrir ofan prentsmiðjuna hans mjóa míns. Og svo fórum við út í fiskhella og skoðuðum þar og sprönguðum litla stund... Gaman að sjá hvað sum af þessum krökkum eru klárir að spranga. Ég var svo í ariseringum í dag og byrjuð að undirbúa ferð mína og Hindar á erlenda grund :=) :=) :=) gaman gaman...Svo erum við mæðgur um það bil að fara í sund núna svo ég kveð að sinni.... Góðar stundir. Það var Ingibjörg erlenda sem tók saman og flutti :=)
~~**~~









~~**~~
Hryllilega flott allt saman!!!!!!!!!

sunnudagur, 25. maí 2008

Laugardagur til lukku...

~~**~~
Sælinú.
Það var glatt á hjalla í eurovision partýinu í gær. Þar voru við mættar vinkonurnar með börn og buru og þau þægari en orði fá líst. Minnstastur hennar Þóreyjar sat kyrr allan tímann og skoðaði umhverfið á meðan við kellurnar horfðum á.. Og þá er ég að tla um hann er 5 mánaða. Bara flottastur. Svo voru strákar Önnu Lilju , gormur ,gormari og gormastur.Gomastur var með atriði svona inn á milli :) bara flottastur. Svo var heimasætan hún Hind og vinkona hennar ,Þorbjörg Lind hennar Nönnu vinkonu en þær bara horfðu á og höfðu gaman af líkt og eldri peyjar Önnu. Snakk var í skálum og nammi og gos eins og tilheyrir á þessu kvöldi. Rekin voru upp stríðsöskur þega Ísland fékk stig. Ég held að allir hafi farið sáttir heim og allir þokkalega sáttir við 14. sætið. Nanna röflaði reyndar heil ósköp en hún gerir það reyndar alltaf yfir öllu.... :) nei nei djók...
Fór í 1100 hundruð heimsóknir í dag og drakk 1800 hundruð bolla af kaffi. Hefði þurft að vera í garðinum að moldvarpast en nennti því ekki. Tók samt til í þvottahúsinu og var þá bara sátt við dagsverkið... OHH er eitthvað svo löt svona heima fyrir þessa dagana og eirðarlaus. En það skiptir engu það hefur yfirleitt engin annar boðist til að gera fyrir mig það sem gera þarf hér svo að þetta bíður bara eftir mér ...Þangað til ég nenni. Er svona að byrja taka frá það sem ég ætla með með mér til Reykjavíkur og Svíþjóðar. Fer svo að pakka niður á næstu dögum. Ég nenni því alveg. Það verður gott að komast aðeins út fyrir landsteinana. Eigið gott kvöld þetta sunnudagskvöld í blíðskaparveðri. Ég ætla að nota það fyrir göngutúr eftir kvöldmat. Kv INGA
~~**~~



Gormastur.... (Kristján Ingi)
Móðirinn ( það er ekki furða þó hann sé svona)

Flottastur hennar Þóreyjar...( ALexander Örn)


Gormastur....




Rest af snakki og nammi og gosi... gleymdist að taka mynd á meðan eitthvað var til :=)

Við vinnum allldrei....:(

Farin að búa til vinabönd eftir keppnina...

Gormari og gormastur ( Kristján Ingi og Eyþór Daði..)


Gormur... (Tómas Aron)


Eyþór Daði...

Nanna,gormastur og Þorbjörg Lind...


Þórey með litla kút...
~~**~~

laugardagur, 24. maí 2008

Svefnleysi og flottar myndir....

~~**~~

Hvað segir maður núna??? Góða nótt eða?? Klukkan er nefnilega 03:30 um nótt og ég að blogga er það klikkun eða what?? En ég gat ekki sofið er að pirrast til andskotans í löppunum og þá er ekkert annað að gera en að fara bara á fætur og blogga :) ... Thí hí nú heyrist trítl frammi á gangi og jú jú er ekki sú litla að læða sér upp til pabba síns... Tekur trúlega ekki eftir að ég sé ekki þar. Fór á fótboltaleik í kvöld sem var hreint fínn og unnum við stjörnuna 2-0. Var svo líka í pulsupartíi hjá Siggu og Finnboga fyrir leik svo ég fór södd á leikinn.Kíkti á Kristjönu í kaffi í dag og leystum við nokkur af heimsvandamálum yfir einum bolla... Það klikka ekki eldhúsumræðurnar.

Hér fyrir neðan er svo annar hluti af Callas myndum. Þessar HOME ART vörur sem hún er með eru hreinasta snilld. Bæði rosa flottar ,stórar og litlar og svo eru þær á svo góðu verði að maður þarf ekki að fara á hausinn af að kaupa þær. Nema þær séu keyptar í MIKLU magni eins og mig langar svo mikið að gera þegar ég kem þarna. Hún er reyndar líka með svolítið af SIA vörum sem eru heldur dýrari en stundum getur maður bara ekki staðist þær:) Ég læt myndirnar tala sínu máli og kveð að sinni ... Ætla nú kannski að reyna að sofa svolítið svo ég getir horft á Júróvísíjón annað kvöld... Er náttlega með júró-partý:) Hef á tilfinningunni að við vinnum hreinlega í ár.(NOT)...En þið gangið hægt um gleðidyrnar þegar þið skrönglist heim af pöbbanum bæði nú í nótt og aðra nótt. Vonandi þarf enginn að faðma Gustavsberg að sér í miklu magni Thí hí .Góðar stundir...

~~**~~

svo flott þarna svörtu kertin.....
flott lítil pottablóm.....

Dásamlegir litlir englar við öll tækifæri á fáráðnlegu verði...( ódýrir á ég þá við) í standinum þarna eru allskonar kerta og krónu hringir m/demöntum svvvooo flott....


Sætir englar í allskonar stellingum... Sæt lítil gjöf..




KLukkur sem mig vantar tilfinnanlega ...ssvvvooo flottar



Bara sætt horn . væri til í að hafa þetta horn bara heima hjá mér með öllu þessu :)....



~~**~~

fimmtudagur, 22. maí 2008

Klikkaðar krónur....

~~**~~

Já gott kvöld á þessu vindasama fimmtudagskvöldi. Ég frétti í morgun að í júní og júlí ættu vera sunnan og suðaustanáttir ríkjandi hér við land... Ég vona að það rætist mín vegna því ég verð lítið hér í sumar og fæ þá kannski gott veður :)... Annars varð ég bókasafnsfræðingur í morgun frá 8-12:30. Það var gaman að prófa eitthvað nýtt í skólanum en ekki var nú mikið að gera hjá mér því mest var um skil á bókum sem koma þurfti aftur í hillur. En ég gat þó gert við skemmd spil og bækur það var ágætis dundvinna.
Ég hins vegar lofaði ykkur fleiri myndum úr hinni Stórkostlegu og minni uppáhaldsverslun Callas... Hér fyrir neðan eru flottustu ljósakrónur í heimi á stórgóðu verði... Mig vantar allavega 3 þeirra :=) Veit ekki alveg hvar ég myndi setja þær en ég myndi finna pláss það er á hreinu.. Svo ef þið voruð að spá í að gefa mér gjöf einhver ykkar,! þá vitið þið hvert ferðinni er heitið...Ég býð ykkur góða nótt í bili og óska ykkur framandi föstudags...kv INGA
~~**~~


Þessi stóra þarna er stórkostleg og hún er svvvooo stór..mmm.... ( mér langar svooo í hana en ég held hreinlega að mjói maðurinn sem ég bý með myndi þeyta mér út í hafsauga ef ég kæmi með hana heim.)


Geggjaðir vegglampar allavega í svörtu, veit ekki hvort þeir komu líka í hvítu...


Þetta er alveg nýr litur hjá þeim í þessum krónum en þær voru bara til kremaðar... Þessar eru alveg hvítar..


Mig vantar t.d þessa....


Á svona mjög svipaða....


Þessi er æði, rosa rómó....


Þessi er kremuð og kostar 12,900 eins og sést..:)





Þessi er hrikalega flott.... svört.mmmm.... Vantar hana voða mikið líka...
~~**~~